Morgunútvarpið

Ósvifni frambjóðandinn, Íran, fullveldið, grasagarðurinn, evrópumeistari og tæknihornið

Í umræðunni um hver best til þess fallinn gegna embætti forseta Íslands virðast ekki öll á eitt um hlutverk og valdsvið forseta eða venjur og hefðir. Sagnfræðingafélag Íslands heldur opinn fund í kvöld til skoða þau mál í kjölinn. Markús Þ. Þórhallsson, fréttamaður og sagnfræðingur kom í fyrsta bolla dagsins.

Um helgina lést Ebrahim Raisi, forseti Íran í þyrluslysi ásamt utanríkisráðherra Írans og föruneyti þeirra. Mohammad Mokhber varaforseti hefur tekið við embætti forseta til bráðabirgða en halda verður forsetakosningar innan fimmtíu daga, samkvæmt stjórnarskrá landsins. Kjartan Orri Þórsson ræddi stöðuna og framhaldið við okkur.

Þessa dagana eru 80 ár liðin síðan þjóðin kaus um það hvort við skildum slíta okkur frá Dönum og verða sjálfstæð þjóð. Kosningin stóð yfir í fjóra daga og óeðlilega góð þátttaka náðist eða rúmlega 98% og sjálfstæðissóknin samþykkt með 97% atkvæða. Við rifjuðum upp söguna með Guðmundi Hálfdánarsyni sagnfræði prófessor.

eru vorverkin í garðinum á fullu enda sumarið á næsta leiti og býður Grasagarður Reykjavíkur uppá fræðslu á morgun þar sem hægt er spyrja sérfræðinga um ræktun mat- og garðplantna, smádýrin í garðinum og jarðvegsgerð. Til fræða hlustendur aðeins um það helsta komu til okkar garðyrkjufræðingarnir Svanhildur Björk Sigfúsdóttir og Svavar Skúli Jónsson.

Fyrr í þessum mánuði varð Sóley Margrét Jónsdóttir Evrópumeistari í kraftlyftingum með búnaði og varði þar með titilinn frá því í fyrra. Sóley, sem er aðeins 23 ára gömul, lyfti samtals 677,5 kg og bætti eigið Íslandsmet um 2,5 kg. Við ætlum kynnast þessari afrekskonu aðeins betur þegar hún kom í morgunkaffi til okkar.

Og Guðmundur Jóhannsson tæknisérfræðingur Morgunútvarpins lokaði þættinum með okkur.

Lagalistinn:

Raven & Rún - Handan við hafið

Kiriyama Family - Disaster

Bubbi Morthens - Syneta

GDRN - Háspenna

Paul McCartney & Wings - Silly Love Songs

The Cranberries - Dreams

Krummi og Soffía Björg - Bona fide

Frumflutt

21. maí 2024

Aðgengilegt til

21. maí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,