ok

Morgunútvarpið

Bólusetningar, varnar- og öryggismál, Eliza Reid, Tónlistarmiðstöð og sæstrengir.

Bólusetningar hafa verið mikið til umræða undanfarna daga en á morgun hefst alþjóðleg vika bólusetninga. Af því tilefni efna UNICEF á Íslandi, sóttvarnalæknir og Controlant til vitundarvakningar um bólusetningar barna á Íslandi með sérstökum fræðsluviðburði. Við fengum Birnu Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi til okkar og fengum að vita meira.

Nýjar ógnir og versnandi horfur: Staða Íslands í varnar – og öryggismálum er yfirskriftin á erindi sem Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur heldur ásamt Silju Báru Ómarsdóttur á árlegri ráðstefnu alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Að erindinu loknu verða pallborðsumræður um málið. Hverjar eru þessar nýju ógnir og versnandi horfur? Við heyrðum í Erlingi.

Hin árlega Hammond hátíð hefst á Djúpavogi á fimmtudag og að venju er boðið upp á fjölbreytta dagskrá og tónlist úr ýmsum áttum. Ólafur Björnsson veit allt um málið og við slógum á þráðinn austur og heyrðum aðeins af fjörinu fram undan og um leið hvernig Djúpivogur kemur undan vetri.

Eliza Reid forsetafrú leit við hjá okkur og ræddi m.a. glæpasagnaskrif sín og ritlistarbúðirnar Iceland Writers Retreat sem verða haldnar í tíunda sinn á Íslandi í vikunni. Víðfrægir höfundar frá mörgum löndum leiðbeina þar þátttakendum á málstofum um ritlist og bókaskrif.

Tónlistarmiðstöð verður formlega opnuð í nýjum höfuðstöðvum við Austurstræti 5 í dag. Hún er stofnuð með það að markmiði að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs og -iðnaðar og leysir hún af hólmi Útón, Tónverkamiðstöð og Inntón. María Rut Reynisdóttir framkvæmdastjóri hinnar nýju tónlistarmiðstöðvar kom til okkar og sagði okkur af tilurð og tilgangi hennar.

Guðmundur Jóhannsson tæknispekúlant ræddi sæstrengi og viðhald þeirra.

Tónlist:

Hjaltalín - Þú komst við hjartað í mér.

Norah Jones - Running.

Allra meina bót - Mamma gefðu mér grásleppu.

Kristín Sesselja - Exit plan.

Ásdís - Angel eyes.

Þursaflokkurinn - Pínulítill kall.

Kaleo - Lonely Cowboy.

Santana og Rob Thomas - Smooth.

Ásgeir Trausti - Sumargestur.

Frumflutt

23. apríl 2024

Aðgengilegt til

23. apríl 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,