Morgunútvarpið

Landvarsla, rasískar barnabækur, einmanaleiki, lok jarðhræringa og fréttir vikunnar

Landverðir hafa á undanförnum árum æ oftar verið kallaðir til vegna ýmissar náttúruvár t.d. á Reykjanesskaga og Holuhraun og ætlar Landvarðafélagið halda málþing um hlutverk landvarða þegar kemur náttúruvá á friðlýstum svæðum, með tilliti til þekkingar, öryggis og fleiri þátta. Þær Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Guðrún Úlfarsdóttir frá Landvarðafélaginu komu til okkar.

Hver kannast ekki við Tralla og Láka jarðálf, tvær af allra þekktustu og mest lesnu barnabókmenntunum á Íslandi í áratugi? Bækurnar koma úr bókaflokknum Skemmtilegu smábarnabækurnar sem Jón Yngvi Jóhannsson dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur verið skoða og skrifa um. Bækurnar finnast varla lengur í öðrum löndum og ekki ástæðulausu. Neitum við sjá rasískan undirtexta í bókunum eða er okkur bara alveg sama? Við ræddum málið við Jón Yngva.

Einmanaleiki snertir okkur öll einhvern tíma og hjá sumum er hann viðvarandi. Sum tala um faraldur og heilsufarsógn og í Bretlandi hefur t.d. verið komið á embætti ráðherra einmanaleikans. Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur hefur ritað bókina Einmana þar sem hún skoðar tengsl og tilgang í heimi vaxandi einsemdar. Við ræddum einmanaleikann við Aðalbjörgu.

Hvenær lýkur hamförum í Grindavík? Hvenær geta íbúarnir snúið heim og útgerðin komist aftur í gang í einni stærstu verstöð Íslands? þessu spyrja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson og Grímur Björnsson í grein sinni á vulkan.blog.is. Þeir telja sig jafnvel geta svarað því. Grímur kíkti til okkar í spjall.

Fréttir vikunnar voru heldur fjölbreyttar og við röktum þær með almannatenglunum Einari Bárðasyni og Karen Kjartansdóttur.

Tónlist:

Dagmar Öder - Síðasta augnablikið.

Hildur - I'll walk with you.

Hera - Scared of heights.

Bubbi Morthens - Fallegur dagur.

The Cardigans - Rise and shine.

The Jam - That's entertainment.

Frumflutt

15. mars 2024

Aðgengilegt til

15. mars 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,