Morgunútvarpið

Innflytjendur, grænir fótboltavellir, jarðhræringar á Reykjanesskaga, kjördæmadagar og áhættustýring í Grindavík.

Áshildur Linnet kemur til okkar ræða stefnumótun Félagsmálaráðuneytisins í málefnum innflytjenda.

Fótboltaunendur eru með hugann við grasið um þessar mundir. Lofar einstaklega grænt gras á völlum góðu eða þýðir það vorið verði slæmt og sumarið því verra? Við ræðum þau mál við Guðríði Helgadóttur garðyrkjufræðing.

Við ræðum við Fannar Jónasson, bæjarstjóra í Grindavík og tökum stöðuna á jarðhræringum á Reykjanesskaga og viðbúnaði.

eru kjördæmadagar og þingmenn fara út í kjördæmi sín og hitta kjósenda, sveitarstjórnarfólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri. Við ætlum ræða við Andrés Jónsson, almannatengil, um þessa daga, áhrif á kjósendur og sérstaklega samfélagsmiðlanotkun flokkanna, sem eru virkir í þessari viku, en þeir hafa tekið nokkrum breytingum á síðustu mánuðum.

Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur kíkir til okkar.

Frumflutt

28. feb. 2024

Aðgengilegt til

27. feb. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,