Morgunútvarpið

Formúla 1, Erró og stjórnmál dagsins í dag, eldgos í nánd, húsnæðisliðurinn í vísitölunni og fréttir vikunnar.

Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton skipti yfir í Ferrari í árslok, sem þykja stórtíðindi. Við ræðum þau og aukinn áhuga á Formúlu 1 við Birgi Þór Harðarson.

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur fór yfir stjórnmálasöguna og hvað segja um stjórnmálalandslagið í dag út frá verkum Erró.

Líkurnar á kvikuhlaupi og eldgosi úr kvikuhólfinu við Svartsengi hafa aukist og líkur eru á gosi á næstu dögum eða tveimur vikum. Þetta sýna GPS gögn sem vísindafólk veðurstofunnar og Háskóla Íslands fóru yfir í gær. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur fór yfir stöðuna með okkur.

Tilkynning Hagstofunnar um fyrirhugaða breytingu á mati á húsnæðislið vísitölu neysluverðs fór framhjá mörgum í vikunni. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka ræddi mörguleg áhrif breytingarinnar við okkur.

Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingar, og Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, fóru með okkur yfir fréttir vikunnar.

Tónlist:

LAUFEY - Everything I know about love.

KLEMENS HANNIGAN - Spend Some Time On Me Baby.

THE CURE - Friday I'm In Love.

FRATELLIS, FRATELLIS - Whistle For The Choir.

THE POLICE - Can't Stand Losing You.

FRIÐRIK DÓR JÓNSSON OG KVIKINDI - Úthverfi.

ARIANA GRANDE - Yes, and?

Frumflutt

2. feb. 2024

Aðgengilegt til

1. feb. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,