Litla flugan

Árið 1973

Það er árið 1973 sem gildir þessu sinni í Litlu flugunni. Nixon og Pompidou koma til Íslands og Tie a yellow ribbon hljómar um allan heim, en eftirminnilegasti atburður ársins er án efa Vestmannaeyjagosið. Jóhann G. Jóhannsson sendir frá sér eitt besta lag Íslandssögunnar, Dont try to fool me, en í Ameríku ráða systkinin í The Carpenters lögum og lofum á vinsældalistunum. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

3. okt. 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,