Litla flugan

Hljómsveit Björns R. Einarssonar

Hljómsveit Björns R. Einarssonar var valin vinsælasta hljómsveit landins þrjú í ár í röð, 1948-50, í kosningum Jazzblaðsins sem Svavar Gests og Hallur Símonarson gáfu út. Í hljómsveitinni var valinn maður í hverju rúmi og flestir alltaf í toppsætum í sínum hljóðfæraflokki þ.á.m. saxófónleikararnir Gunnar Ormslev og Vilhjálmur Guðjónsson, trompetleikarinn Jón Sigurðsson, básúnuleikarinn og söngvarinn Björn R. Einarsson, gítarleikarinn og útsetjarinn Ólafur Gaukur, bassaleikarinn Jón Sigurðsson og trommuleikarinn Guðmundur R. Einarsson. Leikin lög úr útvarpssal, og einkahljóðritanir úr fórum Björns, frá árunum 1950-1952, m.a. lögin Mona Lisa, Autumn leaves, Chi baba, Óli lokbrá, Ágústnótt og Cara cara bella. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Frumflutt

18. okt. 2012

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,