Litla flugan

Kátir dagar og Tunnan valt

Brugðið á fóninn gamalli uppáhaldsvinylplötu Litlu flugunnar, "Kátir dagar" sem hljómsveit Finns Eydal gerði árið 1980 með söngvurunum Helenu Eyjólfsdóttur og Óla Ólafssyni. Svanhildur Jakobsdóttir og Björn R. Einarsson syngja með sextetti Ólafs Gauks, og svo er leikið brot úr gömlum áramótaþætti útvarpsins, "Tunnan valt" sem Torolf Smith og Jón Múli Árnason höfðu umsjón með á gamlárskvöld 1960. Þar syngja Ragnar Bjarnason og Elly Vilhjálms með hljómsveit Svavars Gests.

Frumflutt

8. des. 2011

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,