Litla flugan

45 snúningar

Litla flugan gramsar í pappakössum með 45 snúninga plötum útvarpsins og dregur fram hitt og þetta, bæði gamalt og rispað. Nora Brockstedt og Jens Book-Jenssen syngja sænska valsa með norskum textum; Ivan Mellgård og Four Jacks flytja danskar útgáfur af vinsælum bandarískum lögum; Patti Page syngur lagið um fiðrildin, margraddað með sjálfri sér; Dorothy Collins syngur Tico Tico með hljómsveit eiginmannsins, Raymond Scott og Chet Atkins leikur á gítarinn sinn, Whispering og In a little spanish town. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

13. sept. 2012

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,