Litla flugan

Honey honey

Litla flugan flettir í plötustafla áranna um og uppúr 1970, liggur á gulu og brúnu gólfteppi fyrir framan sjónvarp í palisanderkassa og horfir á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í svart-hvítu eða hlustar á Lög unga fólksins á þriðjudagskvöldum, með fingurna á rec og play á litla kasettutækinu. Brotherhood of man, Teach-in, Middle of the Road, ABBA flokkurinn, Pelican, Ábót og Paradís sjá um fjörið. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

12. júlí 2012

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,