Litla flugan

Hljómsveit Svavars Gests

Dregnar fram úr safni Útvarpsins gamlar hljóðritanir með hljómsveit Svavars Gests, frá árunum 1960-1964, ýmist gerðar í útvarpssal eða þá einkahljóðritanir úr safni Svavars. Elly Vilhjálms, Ragnar Bjarnason, Berti Möller og Anna Vilhjálms syngja með hljómsveitinni, og Gunnar Ormslev leikur einleik á saxófón. Einnig hljómar brot úr viðtali við Önnu Vilhjálms, frá árinu 2003, þar sem hún segir frá tildrögum þess hún byrjaði kornung syngja með hljómsveit Svavars. Í þættinum heyra þekkt lög s.s. Ég vil fara upp í sveit, Þórsmerkurljóð og Ég veit þú kemur, í öðruvísi útgáfum en þekkjast best af plötum. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

1. nóv. 2012

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,