Litla flugan

Tónlistarárið 1972

Litla flugan sveimar um árið 1972, bæði innanlands og utan, rifjar upp plötugagnrýni, plötusölutölur og sitthvað fleira úr dagblöðunum. Leikin lög sem voru vinsæl á þessu ári, m.a. sigurlagið úr Eurovision, Après Toi með Vicky Leandros; og Alone again með vinsælasta karlsöngvara Bretlandseyja á þeim tíma, Gilbert O'Sullivan. The New Seekers syngja lagið sem hóf lífdaga sína í heimsfrægri kók-auglýsingu, I'd like to teach the world to sing; og strákarnir í Ríó tríó, sem urðu landsþekktir fyrir auglýsingalagið um Ljóma-smjörlíkið, syngja brag um heimabæ sinn Kópavog. Og sjálfsögðu eru smellirnir Í sól og sumaryl, og Bíddu við, settir á fóninn. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

9. feb. 2012

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,