Litla flugan

Blessað stríðið sem gerði syni mína ríka

Litla flugan fylgir Gísla Rúnari Jónssyni í gegnum sögu stríðsáranna og ástandsins á Íslandi, á árunum 1939-1945, í söngvum, fréttum og tilkynningum af plötunni Blessað stríðið sem gerði syni mína ríka. Platan kom út árið 1977 og þar bregður Gísli Rúnar sér í allra kvikinda líki með eftirhermum og syngur frumsamda texta við þekkt erlend stríðsára-dægurlög, við undirleik hljómsveitar undir stjórn útsetjarans og píanóleikarans Magnúsar Ingimarssonar. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

28. feb. 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,