Litla flugan

Freymóður Jóhannsson, seinni þáttur

Fágætar hljóðritanir og óútgefin lög eftir Tólfta september, m.a. tveir dúettar með Alfreð Clausen og Ingibjörgu Þorbergs, "Manstu hvar" og "Upp til heiða". Sigurður Ólafsson og Sigrún Jónsdóttir syngja dúett-útgáfu af "Draumi fangans" og Lára Margrét Ragnarsdóttir, 8 ára, syngur "Litlu stúlkuna við hliðið". Einnig heyrast raddir Svavars Gests og Freymóðs Jóhannssonar. Allar hljóðritanir eru sóttar í þáttinn Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests, frá 12. september 1993 og voru afritaðar og hljóðhreinsaðar af Hreini Valdimarssyni á bandverkstæði Útvarpsins, en efnið er upprunalega frá sjötta áratugnum.

Frumflutt

22. sept. 2011

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,