Litla flugan

Nokkur "meiriháttar" Eurovision-lög

Maí er Eurovision-mánuður og Litla flugan rifjar upp nokkur gömul og góð lög úr fyrstu söngvakeppnunum, bæði sigurlög og önnur sem ekki komust á toppinn. Åse Kleveland syngur Intet er nytt under solen, frá 1966 og Grethe og Jörgen Ingmann syngja sigurlagið Dansevise frá 1963. Domenico Modugno syngur eitt allra frægasta Eurovisionlagið, Volare eða Nel blu di pinto di blu, sem lenti í þriðja sæti í keppninni 1958, og Sandie Shaw flytur fyrsta sigurlag Breta, Puppet on a string, frá 1967. Austurríkismaðurinn Udo Jürgens syngur sigurlagið 1966 Merci cherie, bæði á þýsku og frönsku, og Corry Brokken syngur á flæmsku, hollenska sigurlagið Net als toen frá 1957. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

23. maí 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,