Litla flugan

Easy listening

Dregnar fram tvær vinylplötur með þægindatónlist frá sjöunda áratugnum. Off the Beatle track, frá 1964, með tólf Bítlalögum í strengja, lúðra og kokteilútsetningum upptökustjórans George Martin, og Sergio Mendes & Brasil´66 með frægu hjónabandi brasilískrar tónlistar og bandarísks popps, undir stjórn útsetjarans Sergio Mendes. Einnig hljóma lög af íslenskri easy listening plötu frá 1975, með japanska organistanum Yoshiyuki Tao. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

5. sept. 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,