Litla flugan

Óskalög sjúklinga 1961

Gluggað í 50 ára gamla tónlistarskýrslu, úr þættinum "Óskalög sjúklinga"" sem Bryndís Sigurjónsdóttir hafði umsjón með laugardaginn 2. september 1961 og leikin sömu lög og voru á dagskrá þá. Meðal flytjenda eru The Brothers Four, Sigfús Halldórsson, Robertino, Stefán Íslandi, Guðmundur Jónsson, Jóhann Konráðsson, Hulda Emilsdóttir, Sigurður Ólafsson, Del Shannon, Ingibjörg Smith, KK sextettinn, Barnakór Laugarnesskóla og Leonard Pennario.

Frumflutt

8. sept. 2011

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,