Litla flugan

Dúmbó og Steini, HLH, Halli og Laddi

Brugðið á fóninn tveimur plötum með Akranessveitinni Dúmbó og Steina, sem var endurreist árið 1977 eftir langt hlé, og sendi þá frá sér tvær stórar plötur, m.a. með laginu um Glaumbæ. HLH flokkurinn naut vinsælda í Grease-æðinu 1979 og syngur um Hermínu, Nesti og nýja skó o.fl. á plötunni Í góðu lagi. Bræðurnir Halli og Laddi eiga líka sína grínspretti í fylgd Gísla Rúnars, á plötunum Látum sem ekkert C, og Fyrr aldeilis fyrrvera, frá 1976-77. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

21. feb. 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,