Litla flugan

Föstudagspolki

Harmóníkan í öndvegi. Ásgeir Sverrisson leikur nokkur lög með Erwin Köppen og Haraldi Baldurssyni, í broti úr harmóníkuþætti útvarpsins frá 1961. Dregin fram hljómplatan Líf og fjör með harmóníkuunnendum, frá 1980, og einnig leika sænsku harmóníkuleikararnir Sölve Strand, Andrew Walter og Olle Johnny nokkur lög. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

10. maí 2012

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,