Litla flugan

Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar 1975-78

Gömul segulbönd með hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, hljóðrituð í útvarpssal, á árunum 1975-78. Þuríður Sigurðardóttir og Ragnar Bjarnason syngja ýmis vinsæl lög frá þessum árum s.s. Paloma blanca, S.O.S., Yes sir I can boogie og Why did it have to be me? Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

27. sept. 2012

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,