Litla flugan

Pónik - Smáskífurnar

Leikin lög af nýjum diski sem hefur geyma öll smáskífulög hljómsveitarinnar Pónik, frá árunum 1966-1975. Söngvarar eru Einar Júlíusson, Erlendur Svavarsson og Þorvaldur Halldórsson. Meðal laga sem hljóma eru Viltu dansa, Ástfanginn, og Herra minn trúr, öll eftir Magnús Eiríksson, og erlendu lögin Sólarlag, Í gær og í dag, Ævisaga, Hví þá ég, o.fl. Plöturnar komu upphaflega út hjá UF útgáfunni, Tónaútgáfunni og Á.Á hljómplötum. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

14. mars 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,