Litla flugan

Ari, Gutti, Mikki refur og Jónatan ræningi

Litla flugan handfjatlar gamla appelsínugula barnaplötu frá 1969 með mynd af manni á axlaböndum, og rifjar upp vísurnar um Gutta og Ara eftir Stefán Jónsson barnakennara, í flutningi Bessa Bjarnasonar leikara. Bessi bregður sér einnig í hlutverk Mikka refs og Jónatans ræningja, í brotum úr barnaleikritum Thorbjörns Egner, Dýrunum í Hálsaskógi og Kardemommubænum, sem komu út á hljómplötum á árunum 1967 og 70. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Frumflutt

2. ágúst 2012

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,