Litla flugan

Alice Babs, Monica Zetterlund, Sonya Hedenbratt

Sænsku söngfuglarnir Alice Babs, Monica Zetterlund & Sonya Hedenbratt. Alice og Monica báðar heimsfrægar, en Sonya Hedenbratt söng mest á heimavelli í Svíþjóð þrátt fyrir vera síst hæfileikaminni en hinar tvær. Monica syngur m.a. valsinn sinn fræga eftir Bill Evans og einnig Visa från Utanmyra, sem Jan Johansson gerði frægt á sínum tíma. Hin dimmraddaða Sonya syngur He's funny that way og sænska útgáfu af I fall in love too easily, en Alice svífur á háu nótunum með Svend Asmussen í sænskri útgáfu af Don't sit under the appletree, og tekur líka sænska útgáfu af Lullaby of Birdland. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

15. mars 2012

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,