Litla flugan

Með gítar um öxl

Litla flugan verður þessu sinni með gítarinn um öxl; hlustar á Hank Marvin og Bruce Welch í The Shadows þenja rauðu Stratocasterana, og fingralipra Nashville-meistarann Chet Atkins plokka strengina í Gretsch gítarnum sínum. En það verður líka sungið og það gera Cliff Richard, Joe Atkins og Nancy Sinatra. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

12. sept. 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,