Litla flugan

Nýársrómantík

Sungið um ást og rómantík með fögrum fyrirheitum á nýju ári. Connie Francis syngur You always hurt the one you love; Þorvaldur Halldórsson og Villi Vill syngja um sætar stelpur; Ragnar Bjarnason bregður sér í hlutverk Elvis Presley - It's now or never; og Haukur Morthens syngur íslensku útgáfuna af That's amore (eða Ástin ljúfa).

Frumflutt

5. jan. 2012

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,