Litla flugan

Sveitatónlist

Litla flugan er í sólskinsskapi og flögrar milli blóma; verður sér úti um fáeina sæta kossa í sveitunum fyrir vestan, og bregður á fóninn lögum af þeirri tegund sem stundum er kennd er við sveitina, þeas. það sem þeir kalla kántrímúsík vestanhafs. Jim Reeves, Eddy Arnold, Slim Whitman, Faron Young o.fl. leika og syngja lög frá árunum 1948-1966.

Frumflutt

31. maí 2012

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,