Litla flugan

Vi sjunger så bra tillsammans

Norræn sveifla frá sjötta og sjöunda áratugnum, með Alice Babs, Svend Asmussen, Charlie Norman, Povel Ramel og Monicu Zetterlund. Heyra Alice Babs syngja nokkra dúetta með Svend Asmussen, Charlie Norman og Povel Ramel, m.a. Don't sit under the appletree með sænskum texta eftir eiginmann Alice Babs, Nils-Ivar Sjöblom. Einnig hljóma lögin Underbart är kort og Var är tvålen, úr bíómyndinni Ratataa, sem revíukóngurinn Povel Ramel gerði árið 1956, og lög af plötum Monicu Zetterlund: Ohh! Monica! og Ahh! Monica! sem báðar komu út á sjöunda áratugnum. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

15. ágúst 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,