Litla flugan

Freymóður Jóhannsson, fyrri þáttur

Fágætar hljóðritanir og óútgefin lög eftir Tólfta september, Freymóð Jóhannsson. Hljóðritanirnar eru frá sjötta áratugnum, úr danslagakeppnum SKT; útvarpsþáttum SKT og FÍD, og frá tónleikum með lögum Freymóðs sem haldnir voru 1959 í Austurbæjarbíói. Hreinn Valdimarsson afritaði og hljóðhreinsaði tónlist og viðtöl, en efninu var áður útvarpað í þættinum "Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests" 12. sept. 1993. Meðal flytjenda eru Guðrún Á. Símonar, Alfreð Clausen, Eva Benjamínsdóttir, Inge Rommel, Hulda Alfreðsdóttir, Guðmundur Guðjónsson og Þuríður Pálsdóttir. Einnig heyrast raddir Svavars Gests, Jónatans Ólafssonar og Freymóðs Jóhannssonar.

Frumflutt

15. sept. 2011

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,