Litla flugan

Árið 1963

1963 var ár ungu mannanna frá Liverpool, Bítlarnir hófu sigurför sína um heiminn. Rolling Stones voru sömuleiðis stíga sín fyrstu skref í London og sungu inn á sína fyrstu smáskífu. Íslenskar plötur voru fáar þetta ár og framsæknasta var með nýrri hljómsveit, Savannatríóinu, sem setti þjóðlögin í nýjan búning. Stórmyndin 79 af stöðinni skilaði einu frægasta lagi Íslandssögunnar, Vegir liggja til allra átta og Japanir eignuðust sitt eina topplag á heimsvísu, Sukiyaki. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

26. sept. 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,