Litla flugan

Sumarvindar

Hlýir sumarvindar úr ýmsum áttum: Japanski organistinn Yoshiyuki Tao spreytir sig á Dagnýju Sigfúsar Halldórssonar og feðginin Frank og Nancy Sinatra syngja ástardúettinn sígilda, Somethin stupid. Dregnar verða fram gamlar 78 snúninga plötur með Hauki Morthens og óútgefnar útvarpshljóðritanir með Elly Vilhjálms. Sigrún Jónsdóttir syngur um Ástartöfra - og húshljómsveit Litlu flugunnar, Terry Snyder and his all stars, leikur Love is a many splendored thing. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

19. júlí 2012

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,