Litla flugan

Haukur Morthens og Björgvin Halldórsson árið 1980

Litla flugan sveimar um íslensku plötuskápana í kjallara Útvarpshússins og finnur þrjár plötur frá árinu 1980. Haukur Morthens syngur lög eftir Jóhann Helgason, með hljómsveitinni Mezzoforte, á plötunni Lítið brölt. Mezzoforte leikur Miðnæturhraðlestina af plötunni Í hakanum. Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gísladóttir syngja lög af plötunni Dagar og nætur, flest við texta Jóns í bankanum (Jóns Sigurðssonar). Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

7. feb. 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,