Litla flugan

Tónlistarárið 1971

Litla flugan bregður sér í terlínbuxurnar; horfir til himins á eftir Apollo fjórtánda og gramsar í gömlum plötubunka frá árinu 1971. Laxárdeilan geisar á síðum dagblaðanna og í sölum Alþingis; Þrjú á palli syngja Lífið er lotterí og Mjöll Hólm fagnar því Jón er kominn heim. Einnig syngur Cat Stevens um tunglskuggann, Moonshadow, og James Taylor flytur Grammyverðlaunalag Carole King, You've got a friend. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

16. feb. 2012

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,