Litla flugan

Vestmannaeyjar

Litla flugan er helguð Vestmannaeyjum og er með nokkuð óhefðbundnu sniði. M.a. verður gosið í Heimaey 23. janúar 1973 rifjað upp með röddum Péturs Péturssonar, Jóns Ásgeirssonar, Árna Gunnarssonar, Sigurðar Sigurðssonar, Vilhelms G. Kristinssonar og Jóns Múla Árnasonar. Einnig hljómar brot úr landsþekktri hljóðritun Páls Heiðars Jónssonar og Þóris Steingrímssonar, með Brúarfossi í Eyjum árið 1975, og brot úr Eyja-þætti Björns Th. Björnssonar frá 1959. Logar, Gylfi Ægisson, Oddgeir Kristjánsson, Ási í Bæ, Gísli Helgason, Arnþór Helgason o.fl. leggja til tónlistina.

Frumflutt

24. jan. 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,