Síðdegisútvarpið

Metsnjókoma í Reykjavík og Síðdegsiútvarpið á vaktinni

Snjó hefur kyngt niður á suðvesturhorni landsins síðan í nótt. Aldrei hefur mælst eins mikil snjókoma í Reykjavík í októbermánuði. Appelsínugular viðvaranir vegna mikillar snjókomu og skafrennings taka gildi á suðvesturhorninu síðdegis. Það er skemmst frá því segja Síðdegisútvarpið var undirlagt vegna þessa.

Við heyrðum í Steinari Hlífarssyni sviðsstjóra aksturs hjá Strætó því i dag var fólk hvatt til taka strætó.

Guðmundur Tómas Sigurðsson flugrekstarstjóri Icelandair var á línunni en veðrið hefur sett flugsamgöngur úr skorðum.

Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar LRH tók stöðuna með okkur í þættinum.

Okkar eini sanni Siguður Þorri Gunnarsson var í sambandi við okkur en hann ákvað fara fótgangandi heim úr vinnunni. Siggi spjallaði við vegfarendur bæði hjólandi og akandi.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir deildarstjóri Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu var á línunni hjá okkur um stöðuna á snjómokstri í borginni og helstu leiðum til of frá höfuðborginni.

Katrín Agla Tómasdóttir veðurfræðingur kom til okkar á sjötta tímanum og fór yfir nýjustu spá.

Við hringdum líka til Boston og spjölluðum við Kára Egilsson tónlistarmann sem er þar í námi en hann er á heimleið til halda tónleika bæði í Mengi og á Iceland Airwaves

En við byrjuðum á G.Pétri hjá Vegagerðinni.

Frumflutt

28. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,