Síðdegisútvarpið

Fótboltaapp,flugumferð og Helgi Seljan um skýrslu rannsókarnefndar Alþingis

Rannsóknarnefnd Alþingis sem fjallaði um snjóflóðið sem féll í Súðavík í janúar árið 1995 skilaði skýrslu sinni í gær. Nefndin var skipuð í kjölfar þess aðstandendur þrettán þeirra sem létu lífið í flóðinu sem og þeir sem lifðu flóðið af fóru þess á leit við forsætisráðherra og þingið. Erindi þeirra var sent í kjölfar ítarlegrar umfjöllunar Heimildarinnar um snjóflóðin sem birtist 5. apríl árið 2023. Helgi Seljan starfaði á Heimildinni á þessum tíma og vann þessa umfjöllun ásamt Aðalsteini Kjartanssyni og Helgi kom til okkar og ræddi skýrsluna.

Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og markaðsmála á Keflavíkurflugvelli kom til okkar en í síðstu viku var gefin út spá fyrir 2026. Við spurðum hann líka útí jólatraffíkina á vellinum. Hér á árum áður var lítil flugumferð yfir hátíðarnar en hvernig er þetta ? Hver er fjöldi ferða og hversu mikið er sætaframboð ?

Margrét Lilja Burrell frumkvöðull og stofnandi Football Mobility en Football Mobility er app sem á hjálpa leikmönnum haldast heilum á meðan þeir eru spila. Margrét Lilja kom til okkar.

Rúmlega 40 ára gamalt jólalag hefur aldrei verið vinsælla en síðustu 5 árin. Það var einn maður sem stóð á bakvið lagið. Samdi lag og texta, útsetti, spilaði á öll hljóðfæri, pródúseraði en lagið var sem skráð og gefið út af undir nafni hljómsveitar sem maðurinn leiddi. Keppendur í whamageddon ættu sleppa því hlusta.

Eldfjallið Teide á Tenerife er komið í jólabúning en þar hefur ekki snjóað jafn mikið og síðan árið 2016. Við heyrum í okkar konu Önnu Kristjás á Tene og spyrjum hana fregna í lok þáttar.

Frumflutt

16. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,