Síðdegisútvarpið

Heitt í hamsi - Sigmundur Ernir, Birgitta Haukdal, Björn Bragi o.fl.

styttist óðfluga í jólahátíðina og við reiknum með jólatréssala eigi eftir taka kipp um helgina, á línunni hjá okkur var Örn Alexander Ámundason sem selur jólatré á Hólmsheiði.

Fyrir um tveimur vikum komu til okkar mæður tveggja einhverfra drengja sem geta ekki tjáð sig með tali. Þær ræddu hvernig íslensk börn bíða mánuðum eða árum saman eftir greiningu, meðferð og stuðningi sem þau eiga rétt á. Fimm ára sonur annarar þeirra er númer 1230 á biðlista til talmeinafræðings þrátt fyrir hafa beðið hálfa ævina. Í dag gerði þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Ernir Rúnarsson, það sem hann kallar biðlistaómenningu umræðuefni á Alþingi og var heitt í hamsi. Sigmundur Ernir var á línunni.

Birgitta Haukdal barnabókahöfundur hefur þeyst um landið lesa upp úr bókum sínum undanfarið og við heyrðum í henni og spurðum hvernig hefur gengið og hvað framundan?

Björn Bragi Arnarsson kíkti til okkar í kaffi og ræddi spurningakeppnir og spil. Lokaþáttur Kviss, sem hann stýrir, fer í loftið á Sýn annað kvöld en það er óhætt segja nokkuð óvenjuleg lið séu keppa til úrslita á morgun.

Fjallað var um dvínandi aðsókn á íslenskar kvikmyndir og þróun bíómenningar á Íslandi í grein í Morgunblaðinu í morgun. Eru streymisveitur ganga frá bíóhúsunum eða eiga bíóin bjarta framtíð eftir erfiða tíma undanfarið? Við spáðum aðeins í þessi mál með Þorvaldi Árnasyni framkvæmdastjóra Samfilm sem hefur starfað í bíóbransanum í áratugi.

Við fengum veður af því í Hellunum við Hellu finna eina minnstu og krúttlegustu bókabúð landsins. Við hringdum í Ólöfu Þórhallsdóttur framkvæmdastjóra Hellanna við Hellu og heyrðum af nýju bókabúðinni og sögu þessara merkilegu hella.

Frumflutt

12. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,