Morgunútvarpið

Sæludagar í Vatnaskógi, veðrið um verslunarmannahelgina, öryggisráð þegar við förum að heiman, áform Landsvirkjunar í virkjun vindorku og fréttir vikunnar

Við héldum áfram taka púlsinn á þeim hátíðum sem fram fara um verslunarmannahelgina. Í dag forvitnuðumst við um Sæludaga í Vatnaskógi en Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson verkefnastjóri Sæludaga sagði okkur allt um þá.

Til rýna í veðurspána fyrir helgina, sem er nauðsynlegt fyrir hverja verslunamannahelgi, þá heyrðum við í Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi hjá blika.is.

Stærsta ferðahelgi ársins er fram undan. Öll viljum við koma heil heim og ekki síður koma til baka heim í öryggið sitt eftir ferðalagið án þess hafa lent í innbroti eða einhverju álíka. Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur fór yfir nokkra punkta sem gott er hafa í huga þegar við erum heiman.

Við héldum áfram ræða vindorkuna, eins og við höfum gert þessa vikuna. Það eru ýmis vindorkuver á hugmynda- og teikniborði, og ráðherra hefur lagt fram tillögur stefnu stjórnvalda í virkjun vindorku. Þetta þýðir ekki vindorkuverin séu öll á borði Landsvirkjunar, heldur koma þarna líka til erlend fyrirtæki. Unnur María Þorvaldsdóttir, forstöðumaður þróunar vindorku hjá Landsvirkjun, var á línunni hjá okkur og sagði okkur frá áformum Landsvirkjunar í þessum málum.

Og til ræða fréttir vikunnar komu svo til okkar þær Nina Richter, laganemi og fjölmiðlakona, og Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy og fyrrverandi fréttamaður bæði hér á RÚV og á Stöð 2.

Lagalisti:

Sólstrandargæjarnir - Sólstrandargæji

Júníus Meyvant - Neon Experience

Elton John - Goodbye Yellow Brick Road

Bubbi Morthens - Tveir tveir fjórir

Dusty Springfield - Son Of A Preacher Man

Ríó - Dýrið Gengur Laust

Frumflutt

2. ágúst 2024

Aðgengilegt til

2. ágúst 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,