Morgunútvarpið

Tollar, verðbólga, Max vélarnar, rammíslenskt súkkulaði, frönsk pólitík og gröftur á hafsbotni

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum rauðrófur, skatta og tolla, en hann skrifaði í gær grein þar sem hann segir Alþingi þurfi hysja upp um sig og hætta láta embættismenn Skattsins segja sér fyrir verkum.

Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, verður hjá okkur eins og alltaf annan hvern miðvikudag. Verðbólgan til umræðu.

Eflaust hafa fréttir síðustu daga af Boeing 737 max 9 vélum flugfélagsins Alaska Airlaines vakið upp vott af flughræðslu hjá þeim sem eiga hana til. Bandarísk flugmálayfirvöld kyrrsettu tugi véla af þeirri gerð eftir gat kom á skrokk Max 9 þotu flugfélagsins skömmu eftir flugtak síðasta föstudag. Vélar Icelandair af sömu gerð hafa ekki verið kyrrsettar, hvers vegna ekki? Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair ræðir við okkur.

Það tók yfir áratugar elju og talsverða þrjósku rækta upp kakóplöntur á Íslandi sem eru nothæfar til gera úr súkkulaði. En garðyrkjufræðingar í Garðyrkjuskólanum á Reykjum - FSu fengu fyrsta íslenska kakóaldinið í hendurnar í fyrra sumar og í sumar hafið framleiða örlítinn skammt af súkkulaði úr því. Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur hefur haldið þétt utan um þetta verkefni og svarar öllum okkar spurningum um framtíð kakó- og kaffiræktar á Íslandi.

Gabriel Attal hefur verið skipaður nýr forsætisráðherra Frakkland og verður hann yngsti til gegna embættinu í sögunni, 34 ára. Mikið hefur gustað um ríkisstjórn Frakklands undanfarið og framundan eru mikilvægar kosningar til Evrópuþingsins í sumar. Við ræðum vendingar í frönskum stjórnmálum eftir fréttayfirlitið hálf níu við Torfa Tulinius, prófessor við Háskóla Íslands.

Við ræðum umdeild áform um námuvinnslu á hafsbotni á stóru svæði norðvestur af Noregi, hafsvæði sem er stærra en Bretland flatarmáli, en þar leynast málmar eins og liþíum, sem nýtist í framleiðslu á rafhlöðum. Umhverfisverndarsinnar segja þennan námugröft á hafsbotni raska vistkerfum á svæðinu og Evrópusambandið leggst gegn hugmyndunum. Við ætlum ræða við Þorgerði Maríu Þorbjarnadóttur, formann Landverndar, og Árna Finnsson, formann Náttúverndarsamtaka Íslands.

Lagalisti

PAUL SIMON - Slip Slidin' Away.

DAVID BOWIE - Ashes to ashes.

KHRUANGBIN - Texas Sun (ft. Leon Bridges).

GDRN - Parísarhjól.

OJBA RASTA - Þyngra en tárum taki.

Frumflutt

10. jan. 2024

Aðgengilegt til

9. jan. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,