Morgunútvarpið

27. nóv. - Ljósið, ófrjósemisaðgerðir, sorg, flóttafólk, íþróttir

Starfsemi Ljóssins heldur áfram vaxa og þörfin er mikil. er svo komið húsnæði Ljóssins er sprungið og stækkunar þörf. Við ræddum starfsemi Ljóssins og mikilvægi hennar við Sólveigu Kolbrúnu Pálsdóttur frá Ljósinu og Svanhildi Sigurðardóttur ljósbera.

Í gær birti New York Times umfjöllun þar sem sagt er frá þvinguðum ófrjósemisaðgerðum sem fatlaðar konur hafa verið látnar gangast undir hér á landi. Aðgerðirnar eru bannaðar samkvæmt alþjóðasáttmálum sem Ísland er aðili en í greininni er fullyrt gerðar séu undantekningar þar á í íslensku heilbrigðiskerfi sem séu umdeildar meðal foreldra, lækna og félagsráðgjafa. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar ræddi málið við okkur.

er aðventan fram undan, tími sem margt fólk hlakkar til með alls kyns skemmtilegum viðburðum og ljósadýrð. En jólin geta líka verið erfiður og krefjandi tími, ekki síst fyrir þau sem syrgja. Við fengum þau Hrannar Ásgeirs Sigrúnarson, stjórnarformann Sorgarmiðstöðvar og Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur, fagstjóri Sorgarmiðstöðvar til okkar og ræddum sorgina og jólin og fengum góð ráð um hvernig komast í gegnum erfiða tíma.

Félagsráðgjafafélag Íslands stóð fyrir málþingi í samstarfi við fagdeild fjölmenningarfélagsráðgjafa um málefni flóttafólks í síðustu viku undir yfirskriftinni Heimurinn er hér. Fjallað var um öryggi og líðan fólks á flótta, birtingarmyndir áfalla, mikilvægi inngildingar, ástand og horfur í málefnum fólks á flótta. Þær Steinunn Bergmann formaður Félagsráðgjafafélagsins og Jódís Bjarnadóttir félagsráðgjafi komu til okkar og sögðu okkur frá stöðunni og því sem kom fram á málþinginu.

Við ræddum svo íþróttir venju við Helgu Margréti Höskuldsdóttur íþróttafréttamann þar sem landslið kvenna í handbolta og fótbolta voru í brennidepli.

Tónlist:

Bítlavinafélagið - Danska lagið.

Bob Dylan - Lay lady lay.

Alicia Keys - Fallin.

Diljá - Say my name.

Sálin hans Jóns míns - Gott vera til.

Supergrass - Alright.

Kylie Minogue - Slow.

Baggalútur og Una Torfa - Casanova.

Frumflutt

27. nóv. 2023

Aðgengilegt til

26. nóv. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,