Það er komið að síðasta Hljóðvegi sumarsins. Jóhann Alfreð sat í stúdíó 2 en niður á Laugavegi sátu Steiney og Kristján Freyr, nutu blíðunnar og fengu gesti í spjall.
Ugla Stefanía Kristjönudóttir er ein af þeim sem er í forsvari fyrir Regnbogaráðstefnu sem haldin verður í tilefni Hinsegin daga á morgun í Iðnó. Þar verður meðal annars rætt um bleikþvott í pólitískum tilgangi. Ugla setti okkur betur inn í þau mál.
Hin alræmda dauðarokksveit Cranium tók upp árið 1993 goðsagnakennda plötu, Abduction. Platan hefur ekki verið fáanleg nema á örfáum hljóðsnældum fyrr en nú en hún hefur verið endurhljóðblönduð og er væntanlega á vínýl. Fram undan er svo útgáfuhóf á 12 tónum annan laugardag og af þessu tilefni mættu þeir í sólina til okkar, Árni Sveinsson og Ófeigur Sigurðsson, forsprakkar sveitarinnar og ræddu útgáfuna betur.
Jóhanna Rakel Jónsdóttir, eða Joe, meðlimur CYBER gaf ýmsi góð meðmæli vikunnar og í lok þáttar bauð Steiney rannsóknarblaðamanninum og fyrrum fjölmiðlamanni ársins, Helga Seljan í ísgöngutúr.
Hljóðvegur 1 þakkar gestum sumarsins, fólki sem við hitum á förnum vegi og hringdi inn til okkar - ásamt öllu því góða fólki sem fylgdi okkur í gegnum sumarið með hlustun.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-08-07
Salka Sól Eyfeld - Sólin og ég.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Rán Magnúsdóttir - Gleðivíma.
SYSTUR - Furðuverur.
HLJÓMAR - Ég elska alla.
Fred again.., Obongjayar - Adore u.
GRAFÍK - Komdu Út.
MUGISON - Stóra stóra ást.
SHERYL CROW - All I Wanna Do.
FLOTT - Flott.
Ingrosso, Benjamin - Look who's laughing now.
KATRINA AND THE WAVES - Walking On Sunshine.
SISTER SLEDGE - We Are Family.
Þrjú á palli - Sem kóngur ríkti hann.