Hljóðvegur 1

Heimildamyndahátíð, hið árlega Ögurball, meðmæli vikunnar og myndlist.

Eitt af helstu árlegu sveitaböllum á landinu, Ögurballið, verður haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp núna á laugardaginn. Ballð er auðvitað orðið sívinsælt og gestirnir, sem streyma víða að, staldra margir við yfir alla helgina. Það verður því dagskrá frá og með morgundeginum en hápunkturinn á laugardagskvöldið þegar balli er slegið upp í samkomuhúsinu og samkvæmt hefð er þar boðið upp á heimagerðan rabarbaragraut með rjóma. Á hverju ári velja skipuleggjendur einstakling sem sérlegt Andlit Ögurballsins og í ár er Ísfirðingurinn Helgi Bergsteinsson. Við hringdum í Helga sem staddur var í Djúpinu og spyrjum um mikilvægt hlutverk andlitsins.

IceDocs hefst í dag á Akranesi. IceDocs er Alþjóðleg heimildamyndahátíð þar sem yfir 30 myndir verða sýndar auk ýmissa viðburða. Hólmfríður María Bjarnadóttir var á línunni og sagði okkur allt um þessa skemmtilegu hátíð.

Við fengum heyra hverju meðmælandi vikunnar mælir með þessa vikuna. Þetta er þakklátur dagskrárliður hjá okkur á Hljóðvegi 1 þar sem mælt er með ýmsu í afþreyingu eða öðru - og í dag var það Una Torfadóttir sem mælti með lestri, áhorfi og öðru skemmtilegu.

„Taktu þig með þér

settu þig á klett

láttu þig hlusta"

Sýningin Taktu þig með þér opnaði á Borgarfirði Eystra síðustu helgi. Sýningin samanstendur af myndlist og ljóðlist eftir Elínu Elísabetu en hún ræðir við okkur m.a. um tildrög sýningarinnar.

Svo er það auðvitað tónlistin sem fær sinn sess - við erum svoleiðis umvafin skemmtilegri sumartónlist og margt af okkar fremsta tónlistarfólki með frábæra sumarsmelli í ár. Sumrin eiga það til vera með sértækar hljóðmyndir og maður á það til vitna í sumrin þar sem þetta og hit lagið hljómaði í bak og fyrir. Við spóluðum til baka og heyrðum lögin sem ómuðu fyrir 20 árum og svo 30 árum.

Tónlist frá útsendingarlogg 2024-07-17

Björn Jörundur Friðbjörnsson, Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Fullkominn dagur til kveikja í sér.

Stuðmenn - Ofboðslega Frægur.

Lón - Hours.

AMABADAMA - HossaHossa.

Igore Hljómsveit - Sumarsykur.

Ice guys - Let's get together.

Björgvin Halldórsson, Pláhnetan - Ég vissi það.

PATRi!K & LUIGI - Skína.

Una Torfadóttir - Um mig og þig.

Jónfrí, Ólafur Bjarki Bogason - Gott og vel.

B.G. og Ingibjörg - Góða ferð.

LAUFEY - California and Me.

GDRN - Háspenna.

Frumflutt

17. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.

Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.

Þættir

,