Hljóðvegur 1

Hinsegin hátíð, hláturskast frá Bíldudal, pastasalat og súr gúrka.

Hvernig var helgin? hefur verið fastur liður síðustu vikurnar hjá okkur á Hljóðveginum og þá spyrjum við skemmtilega viðmælendur hvernig helgin hafi verið. Í dag var engin undanteking á því við slógum á þráðinn til Gísla Ægis Ágústssonar verts á Vegamótum á Bíldudal og heyrðum hvernig hann kom undan helginni.

Hinsegin dagar voru settir formlega fyrr í dag og fram undan er fjölbreytt og litskrúðug dagskrá sem bætir sannarlega, hressir og kætir mannlífið og menninguna hér heima næstu daga eða fram yfir næstu helgi. Opnunarhátíðin fór fram í Grósku en Steiney kíkti á hátíðarsvæðið og tók púlsinn á skipuleggjendum rétt fyrir upphaf opnunarhátíðarinnar.

yfir hásumarið höfum við á Hljóðvegi 1 þefað uppi hina alræmdu fréttaþurrð og doðatíð á fréttastofu útvarps og fengið þaðan fulltrúa í hinn vinsæla dagskrárlið Gúrkuna. Núna kom hún Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir til okkar og sagði okkur allt það helsta úr gúrkunni.

Og talandi um fasta liði þá hefur dagskrárliðurinn Hvað er í matinn? hjálpað fjölda hlustenda og fjölskyldna þeirra með ákvarða um hvað skal eldað en mörg okkar eigum það til standa frosin og hugmyndalaus við hillur kjörbúðanna. Við höfum lagt það í vana okkar hringja í atvinnukokka en í dag varð breyting á því við heyrðum í einum góðum meðljóni. Reyndar mjög skemmtilegur og klár meðaljón, Katrín Oddsdóttir mannréttindalögfræðingur, aktívisti og eins konar næringarþerapisti. Hún boðaði endurkomu einfalds pastasalats með skrúfum, grænmeti og fetaosti.

Frumflutt

6. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.

Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.

Þættir

,