ok

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 - 9. september

Hljóðvegur 1 rúllar áfram í vetur en í vetrarham. Jóhann Alfreð sat í stúdíó 2 en Steiney Skúladóttir var stödd í Finnlandi og sendi frá sér póstkort m.a. úr Leifsstöð þar sem hún tók púlsinn á sumrinu sem er að líða og ræddi við Töru Lynd Pétursdóttur, Emilíu Hafsteinsdóttur og Ingu Ósk Áslaugsdóttir sem starfa í stöðinni og þá spjallaði hún við þau Rich Protozow og Nancy Protozow sem voru að ferðast um flugstöðina. Rakel Anna Boulter, forseti Stúdentaráðs kom í hljóðver og sagði frá Októberfest háskólanema sem er í fullum gangi og greindi okkur frá stemmningunni á stúdentum nú í upphafi skólaárs. Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona settist niður með Jóhanni og fór yfir sportið um helgina og hitaði upp fyrir úrslitaleikinn á HM í körfubolta karla og frá Oulu í Finnlandi sendi Steiney póstkort en hún spjallaði við Gunnar Þór Andrésson, Íslending sem er búsettur í Oulu.

Frumflutt

9. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.

Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.

Þættir

,