Frændur okkar Færeyingar héldu sína árlegu þjóðhátíð, Ólafsvöku hátíðlega í gær. Það var nokkur fjöldi Íslendinga á staðnum, meðal annars þingkonan Bryndís Haraldsdóttir sem gegnir embætti forseta Norðurlandaráðs þessi misserin. Við ætlum að slá á þráðinn til Bryndísar og fá að heyra aðeins af þessum fögnuði vina okkar í Færeyjum.
Verslunarmannahelgin er að bresta á, stærsta ferðahelgi ársins. En það eru alltaf þau sem vilja bara vera heima og Innipúkinn er fyrir það fólk. Steinþór Helgi skipuleggjandi hátíðarinnar ætlar að kíkja í spjall til okkar og með honum verður Örn Gauti eða Hasar sem var að gefa út lagið Innipúki.
Sýningin Hlið við hlið er sýnd í Háskólabíó um þessar mundir. Annað kvöld verður sýningin sýnd nema leikurunum verður skipt út fyrir aðra leikara, spunaleikurum. Spunaleikararnir hafa ekki séð sýninguna, eða leikmyndina og munu spinna leikrit á staðnum sem styðst áfram við ljósakjú og hljóðmynd upprunalegu sýningarinnar. Ólafur Ásgeirsson og Inga Steinunn spunaleikarar ætla að segja okkur allt frá þessu verkefni.
Það er þriðjudagur og þá spyrjum við á Hljóðvegi 1, Hvað er í matinn? Siggi chef, sigurvegari götubitahátíðarinnar fjögur ár í röð mun koma með hugmyndir að því hvað getur verið í matinn hjá okkur öllum í kvöld.
Sundkeppni Ólympíuleikanna er kominn á fullan snúning og íslensku keppendurnir eru komin á fullt. Bæði Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee voru í eldlínunni í dag og framundan er spennandi undanúrslitasund hjá Antoni í 200 metra bringusundi í kvöld. Hann Ingi Þór Ágústsson, lýsandi og sundsérfræðingur okkar á RÚV ætlar að kíkja við fyrir lok þáttar og spá í spilin.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-07-30
KALEO - Hey Gringo.
TÝR - Ormurinn Langi.
Chappell Roan - Good Luck, Babe!.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngkona - Töfrar.
Hasar - Innipúki.
KLEMENS HANNIGAN - Spend Some Time On Me Baby.
McRae, Tate - Greedy.
Booker T. and The MG's - Green Onions.
ÞÓRUNN ANTONÍA - So high.
FRIÐRIK DÓR - Hlið við hlið.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson - Hugarórar.
HAFDÍS HULD - Synchronised Swimmers.
NÝDÖNSK - Lærðu Að Ljúga.
Mammaðín - Frekjukast.