Hljóðvegur 1

Ólafsvaka í Færeyjum, Innipúkinn, spuni, sundkeppni ÓL og skotheld aðferð við að elda þorsk

Frændur okkar Færeyingar héldu sína árlegu þjóðhátíð, Ólafsvöku hátíðlega í gær. Það var nokkur fjöldi Íslendinga á staðnum, meðal annars þingkonan Bryndís Haraldsdóttir sem gegnir embætti forseta Norðurlandaráðs þessi misserin. Við ætlum slá á þráðinn til Bryndísar og heyra aðeins af þessum fögnuði vina okkar í Færeyjum.

Verslunarmannahelgin er bresta á, stærsta ferðahelgi ársins. En það eru alltaf þau sem vilja bara vera heima og Innipúkinn er fyrir það fólk. Steinþór Helgi skipuleggjandi hátíðarinnar ætlar kíkja í spjall til okkar og með honum verður Örn Gauti eða Hasar sem var gefa út lagið Innipúki.

Sýningin Hlið við hlið er sýnd í Háskólabíó um þessar mundir. Annað kvöld verður sýningin sýnd nema leikurunum verður skipt út fyrir aðra leikara, spunaleikurum. Spunaleikararnir hafa ekki séð sýninguna, eða leikmyndina og munu spinna leikrit á staðnum sem styðst áfram við ljósakjú og hljóðmynd upprunalegu sýningarinnar. Ólafur Ásgeirsson og Inga Steinunn spunaleikarar ætla segja okkur allt frá þessu verkefni.

Það er þriðjudagur og þá spyrjum við á Hljóðvegi 1, Hvað er í matinn? Siggi chef, sigurvegari götubitahátíðarinnar fjögur ár í röð mun koma með hugmyndir því hvað getur verið í matinn hjá okkur öllum í kvöld.

Sundkeppni Ólympíuleikanna er kominn á fullan snúning og íslensku keppendurnir eru komin á fullt. Bæði Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee voru í eldlínunni í dag og framundan er spennandi undanúrslitasund hjá Antoni í 200 metra bringusundi í kvöld. Hann Ingi Þór Ágústsson, lýsandi og sundsérfræðingur okkar á RÚV ætlar kíkja við fyrir lok þáttar og spá í spilin.

Tónlist frá útsendingarlogg 2024-07-30

KALEO - Hey Gringo.

TÝR - Ormurinn Langi.

Chappell Roan - Good Luck, Babe!.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngkona - Töfrar.

Hasar - Innipúki.

KLEMENS HANNIGAN - Spend Some Time On Me Baby.

McRae, Tate - Greedy.

Booker T. and The MG's - Green Onions.

ÞÓRUNN ANTONÍA - So high.

FRIÐRIK DÓR - Hlið við hlið.

Eyþór Ingi Gunnlaugsson - Hugarórar.

HAFDÍS HULD - Synchronised Swimmers.

NÝDÖNSK - Lærðu Ljúga.

Mammaðín - Frekjukast.

Frumflutt

30. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.

Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.

Þættir

,