Hljóðvegur 1

Ruslaskrímsli, Teshúsið, vínskóli og gúrkan

loga allir fjölmiðlar af fréttum um komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum en hér heima eru stjórnmálin í fríi og þá virðist bara ekkert vera frétta, eða hvað? Alexander Kristjánsson af fréttastofunni fór yfir það helsta í innlendum fréttum með okkur í vikulegum lið á Hljóðvegi 1 sem við köllum Gúrkan.

Þegar sumarið kemur á Akureyri breytast áður hversdagslegar og leiðinlegar ruslatunnur í stórskemmtilegar ævintýraverur. Jonna Jónborg Sigurðardóttir, myndlistarkona, á heiðurinn ruslaskrímslunum sem eru algjörlega græn og endurunnin.

Hvítt með humrinum og rautt með nautasteikinni, þarf vita eitthvað meira? Þeir Ivan Svanur og Halldór eru með Vínskólann á Spritz þar sem fólk lærir undirstöðuatriðin um vín á einni kvöldstund.

Einn af föstum liðum hjá okkur á Hljóðvegi 1 í sumar er Hvernig var helgin? Það er Margrét Erla Maack sem sagði okkur frá helginni sinni en hún er maddamma hjá skemmtistaðnum Kiki og var dómari á götubitahátíðinni um helgina.

Tehúsið er vinsæll áningarstaður farfugla sem eiga ferð um Egilsstaði, hostel, veitingastaður með framandi réttum og menningarsetur. Flest tónlistarfólk sem flakkar um austurlandið staldra þar við - og það gerði Kristján Freyr einnig sem hitti vertinn Halldór Waren um helgina yfir miðaustulenskri linsubaunasúpu.

Frumflutt

22. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.

Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.

Þættir

,