Hún Steiney okkar Skúladóttir er á ferðinni. Hún glímir nú við þjóðveginn, er á leið frá norðurlandi suður og við heyrðum frá henni og samferðarfólki meðal annars á Blönduósi og víðar.
Bókarýnendur hjá New York Times birtu lista yfir 100 bestu bækur 21. aldarinnar, þ.e.a.s. fyrsta fjórðungs. Hvaða bækur þykja bestar sem komið hafa út frá árinu 2000. Við lásum í þennan lista með Jóhannesi Ólafssyni, dagskrárgerðarmanni og stjórnanda bókmenntaþáttarins Bara bækur hér á Rás 1 og um að gera fyrir hlustendur að höggva eftir því sem vert er að lesa núna í sumarblíðunni.
Hljómsveitin Brek hefur getið sér gott orð fyrir sína tónlist síðustu árin en þau leika þjóðlagatónlist af ýmsum toga. Brek lagði af stað í morgun í smá hringferð um landið með vinasveit sinni frá Bandaríkjunum er kallast Hank, Pattie & The Current. Þau leika saman á Hvolsvelli í kvöld og stefna svo á austur og norðurland. Við heyrðum í Brek-verjum.
Hvað er í matinn? er svo góður og gildur fastur dagskrárliður hér á Hljóðvegi 1, okkur vantar jú alltaf hugmyndir um hvað skal elda í kvöldmatinn. Og núna hringdum við í öndvegiskokkinn Kristinn Guðmundsson sem kenndur er við Soð og hann kokkaði snilld fram úr sinni uppskriftabók.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-07-17
Helgi Björnsson - Kókos og engifer.
Bill Withers - Lean On Me.
THE BREEDERS - Drivin' on 9.
PRINCE - Kiss.
Árný Margrét - Hakk og spaghettí.
Razzar - Bene - Benedikt.
Brek, Hank, Pattie and the Current - Ég er kominn heim (í heiðardalinn).
Eyþór Ingi Gunnlaugsson - Hugarórar.
PULP - Disco 2000.
Pink Floyd - Money [short Version].
BLANCHE - City lights (Eurovision 2017 - Belgía).