Hljóðvegur 1

Geirfuglar í heimsókn, opinn síminn, Jökull í Kaleo og bæjarhátíðir um helgina.

Einn af föstum liðum sumarsins er Ísbíltúrinn en hann breyttist snarlega í hundaviðrun þegar Jóhann Alfreð hitti hann Jökul Júlíusson sem var á göngu með hundinn sinn Cesar.

Það er úrval ýmissa skemmtilegra bæjarhátíða þessa helgina. Kótilettan á Selfossi er sívinsæl, heilmikið er um vera á Hríseyjarhátíð en við tókum púlsinn á Sandara- og Rifsaragleðinni. Þar var Dóra Unnnarsdóttir á línunni og hún sagði allt af létta.

Hljómsveitin Geirfuglarnir spila útdauða tónlist í takt við tímann og voru í þann mund gefa frá sér nýtt lag í vikunni. Við fengum þá Halldór Gylfason og Frey Eyjólfsson í heimsókn þar sem þeir meðal annars gáfu hlustendum útileguráð og þá einkum hugmyndir skemmtilegum leikjum í bílinn.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti Þýskalandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli á sama tíma og þátturinn var í loftinu. Með sigri gat Ísland tryggt sig inn á lokamót EM sem fram fer í Sviss á næsta ári.

Einar Örn kom til okkar og hitaði upp fyrir þennan mikilvæga leik.

Svo opnuðum við símann og heyrðum mikilvæga áminningu um vírgirðingar frá leigubílstjóra auk skemmtilegra leigubílalimra.

Frumflutt

12. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.

Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.

Þættir

,