Hljóðvegur 1

Útidans, tungumálatöfrar, Leikum okkur og Arepa

Sumarborgin er verkefni á vegum Reykjavíkurborgar til efla mannlíf og menningu og styðja þannig við fyrirtæki; verslun, veitingastaði og aðra þjónustu í miðborginni. Kramhúsið hefur heldur betur tekið þátt í þessu verkefni og boðið uppá ýmiskonar námskeið í sumar. þar nefna afró, magadans, yoga og söngleikjadans. Þær Erna Guðrún Fritzdóttir og Sandra Sano Erlingsdóttir sögðu okkur frá þessu skemmtilega framtaki.

Tungumálatöfrar er heiti námskeiða fyrir fjöltyngd börn sem vilja æfa betur íslenskuna og fara þau fram í áttunda sinn í byrjun ágústmánaðar og á Flateyri við Önundarfjörð. Námskeiðin sem í boði snerta á skapandi útivist og svo myndlist og tónlist. Tungumálatöfrar eru ætluð börnum á aldrinum 5-9 ára og svo aftur 10-14 ára, einkum tvítyngdum og fjöltyngdum börnum en vitaskuld öll velkomin. Anna Sigga er verkefnastjóri Tungumálatöfra og hún sagði okkur frá þessu töfrandi verkefni.

Það er frí í skólum og leikskólum og margir foreldrar líklega farnir lemja hausnum utan í vegg yfir hvað er hægt gera með börnunum. Leikum okkur er Facebook hópur og instagram síða með yfir 11þúsund fylgjendum þar sem Alma Rut setur inn hinar ýmsu hugmyndir af afþreyingu fyrir börn og fullorðna. Framtakið er hrátt og heimilislegt og er einfaldlega hugsað til hafa gaman. Alma Rut Ásgeirsdóttir var á línunni hjá okkur.

Hvað er í matinn er vikulegur dagskrárliður hér á Hljóðvegi 1, þar höfum við fengið góða gesti til þess kokka fram hugmyndir fyrir okkur og hlustendur um hvað við ættum hafa í matinn í kvöld eða næstu daga. Maria Jimenez Pacifico er uppfull af góðum hugmyndum um góðan mat, hún er nýkomin af Götubitahátíðinni, einni stærstu matarhátíð landsins, sem fram fór um helgina en þar hreppti hún 3. sætið yfir besta Götubitann. Í fyrra vann hún keppnina yfir besta grænmetisréttinn og 2. sæti yfir besta smábitann.

Það er mikið ævintýri skoða Ævintýragarðinn við Oddeyrargötu á Akureyri því þar hefur eigandinn smíðað ýmsar skemmtilegar persónur úr þekktum ævintýrum og dreift um garðinn. Hreinn Halldórsson, alþýðulistamaður og konungur ríkisins, segir garðinn vera einkagalleríið sitt, lifandi undir berum himni.

Frumflutt

23. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.

Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.

Þættir

,