Hljóðvegur 1

Nábrók, ættarmót pönkara, skrýtinn Trump og franskar

Jóhann Alfreð var á ferðinni og kíkti annarsvegar á skipuleggjendur Norðanpaunk á Laugarbakka en hátíðin er nokkurskonar ættarmót pönkara. Einnig tók hann út stemminguna í Víðigerði.

Smáhátíðin Nábrókin í Trékyllisvík fer fram um helgina. Þar verður meðal annars keppt í mýrarbolta. Ellen Björg Björnsdóttir, ein skipuleggjanda, var á línunni og sagði okkur frá hátíðinni með þessu óhugnalega nafni.

Atli Fannar er kominn úr sumarfríi svo við fengum brakandi ferskt meme vikunnar sem tengdist Demókrataflokknum.

Umferðin verður mikil um helgina og er oftast mikil á suðurlandi. Sveinn K. Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi var á línunni og segja okkur hvernig umferðin hefur gengið hingað til.

Frumflutt

1. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.

Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.

Þættir

,