Hljóðvegur 1

Brauðtertumeistaramót, meðmæli vikunnar, danskeppni, fótbolti og eyjan Vigur

Dance World Cup er haldið í Prag um þessar mundir. Um níu þúsund börn á aldrinum 4-25 ára keppa í hinum ýmsu flokkum. Það eru tíu íslenskir dansskólar á svæðinu, þar á meðal Danskompaníið í Reykjanesbæ sem er þegar búið tryggja sér nokkra heimsmeistaratitla á mótinu. Við heyrðum í Höllu Karen sem er móðir tveggja keppenda.

Við kynnum til leiks nýjan lið sem verður vikulegur hjá okkur á Hljóðvegi 1, það eru „Meðmæli vikunnar” en þá fáum við til okkar skemmtilegan gest sem segir okkur hvað hann er hlusta á, horfa, lesa eða gera - og mælir innilega með. Emmsjé Gauti var meðmælandi vikunnar.

16 liða úrslitum á EM í fótbolta karla er lokið og við taka 8 liða úrslitin. Hörður Magnússon eða Höddi Magg íþróttafréttamaður fór með okkur yfir stöðuna og spáði í spilin.

Brauðterturgerð er listform sem hægt er keppa í. Brauðtertufélagið Erla og Erla, sem er hópur á Facebook sem inniheldur tæplega 18 þúsund manns, stendur fyrir Íslandsmóti í brauðtertugerð á næstu vikum. Erla Hlynsdóttir brauðtertusérfræðingur sagði okkur allt um brauðtertumeistaramótið sem fram undan er.

Tónlistarmaðurinn Hermigervill er staddur á eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Við slógum á þráðinn til hans og heyrðum hvernig lífið er á þessari fallegu eyju.

Tónlist frá útsendingarlogg 2024-07-17

PÁLL ÓSKAR - Stanslaust stuð.

Jungle - Back On 74.

Shaboozey - A Bar Song (Tipsy).

Sigur Rós - Gold.

BJÖRG - Timabært.

SWEET - Ballroom Blitz.

Emmsjé Gauti - Taka mig í gegn.

Salka Sól Eyfeld - Sólin og ég.

FUTURE ISLANDS - Seasons (Waiting On You).

Hermigervill - Einhversstaðar einhverntímann aftur.

FM Belfast - Par Avion.

Carpenter, Sabrina - Please Please Please.

Frumflutt

3. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.

Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.

Þættir

,